Upplýsingamennt

Upplýsingamennt veturinn 2013 til 2014

Meginmarkmiðið í upplýsingamennt í vetur er að nemendur læri að nota tölvuna sem sjálfsagt verkfæri í náminu. Mikil áhersla er lögð á að virkja nemendur til að vinna á sjálfstæðan og skapandi hátt og gefa þeim þannig færi á því að læra með því að framkvæma. Haft verður að leiðarljósi að kjarni upplýsingamenntar er sú þekking og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt.

Í upplýsingamennt er mikilvægt að vinna nemenda sé gerð sýnileg á ýmsan hátt bæði fyrir foreldrum, nemendum og kennurum og verður það m.a. gert með því að setja verkefnin á Netið, prenta út eða halda kynningar. Hér á heimasíðu upplýsingamenntar er hægt að nálgast flest verkefni nemenda:

Námsefni

Námsefni á þessu skólaári verða ýmis tölvuforrit, kennsluforrit, bækur á bókasafni og annað sem hentar hverju sinni. Leitast verður við að nota ókeypis hugbúnað sem mest í kennslu.

Í framtíðinni vonumst við til að geta boðið yngstu nemendunum upp á fjölbreyttara val forrita bæði í kennslu og samhliða kennslunni.

Námsmat

Námsmat verðu sem fyrr, og samkvæmt Aðalnámskrá, í höndum bekkjar- eða námsgreinakennara og tengt verkefnum hverju sinni. Upplýsingatæknikennari er þó ávallt reiðubúinn að aðstoða við námsmat í þeim verkefnum sem þess þurfa. Í vetur er 8. bekkur í föstum tímum tvisvar í viku og því metin af upplýsingatæknikennara með símati allan veturinn.

Samþætting upplýsingamenntar í þróun

Samþætting upplýsingamenntar við annað nám nemenda er verkefni sem hefur verið að þróast hér í Lindaskóla undanfarin ár og er það gert til að efla leikni nemenda í upplýsinga- og tæknimennt með því að vinna að raunhæfum verkefnum sem unnið er með í skólastarfinu hverju sinni. Þannig hafa verkefnin gildi fyrir nemandann og veita honum heilstæða sýn og þjálfun í nútímatækni. Þróunin hefur gengið mjög vel og kennarar verið almennt ánægðir með verkefnið. Samvinna við kennara hefur einnig verið mjög góð og gaman að sjá að kennarar og nemendur eru búnir að aðlagast nýrri hugsun við nám og kennslu í upplýsingamennt.

Þær námsgreinar sem verða m.a. samþættar við upplýsingatækni í vetur eru: myndmennt, lífsleikni, íslenska, stærðfræði, samfélagsfræði, náttúrufræði, enska og trúabragðafræði. 

 


****

I hear and I forget.

I see and I believe.

I do and I understand.

-Confucius

*****


Comments