Umhverfisverkefni í 2. bekk í Lindaskóla

posted May 17, 2013, 6:47 AM by Ólöf Birna Björnsdóttir   [ updated May 17, 2013, 7:08 AM ]

Tilraun var gerð með ræktun tómatplantna. Við byrjuðum á því að endurnýta skyr-og jógúrtdósir sem nemendur höfðu safnað saman. Nemendur þvoðu dósirnar, máluðu þær og skreyttu með Acrylmálningu. Eftir það settum við mold í dósirnar og gerðum þrjár litlar holur. Nemendur settu síðan fræ innan úr tómati í holurnar. Að lokum var vökvað og dósirnar settar í glugga. Nemendur voru mjög áhugasamir og duglegir með verkefnið.  Ýmsar umræður sköpuðust um hvað þurfi til að fræ vaxi og verði að plöntu. Eftir um það bil 5-7 daga byrjuðu fyrstu stönglarnir að láta sjá sig. Svo smátt og smátt komu laufblöð og úr varð falleg planta. Í lok skólaárs fara nemendur heim með plönturnar sínar og eru hvattir til að halda ræktuninni áfram.


Comments