Skemmtileg og skapandi skrif

posted Nov 24, 2011, 1:36 PM by Ólöf Birna Björnsdóttir   [ updated Dec 2, 2011, 4:03 AM ]

Jólasagan mín.

Nemendur í 2. og 3. bekk sömdu jólasögu í upplýsingamennt. 
Sögurnar unnu nemendur á vefnum Storybird.com sem er skemmtilegur vefur hannaður fyrir börn sem vilja búa til og segja sögur eða ljóð.
Hugmyndin að baki vefnum er einföld; myndlistafólk býður upp á myndefni sem innskráðir notendur vefsins geta notað til að búa til sögur eða ljóð. Hægt er að hlaða sögunum niður fyrir lítinn pening og prenta út.
Vefurinn hentar einkar vel í skólastarfi þar sem nemendur geta tekið þátt í skapandi skrifum með vönduðu myndefni frá ólíkum listamönnum.

Sjá sögurnar hjá 2. bekk hér. og sögurnar hjá 3. bekk hér. 

Athugið að það kostar ekkert að vera skráður notandi að vefnum.
Hér er hægt að sofna notendur.Comments