Nemendur í 5. bekk prufa hreyfimyndagerð.

posted Mar 12, 2013, 8:06 AM by Ólöf Birna Björnsdóttir   [ updated Mar 12, 2013, 8:23 AM ]

Stafræna sögugerð (e. digital storytelling) er virkilega áhugavert og skapandi viðfangsefni. Nemendur í 5. bekk unnu mjög skemmtilegt verkefni þar sem notuð er svo kölluð hreyfimyndagerð (e. stop-motion) við sögugerð. Aðferðin felst í því að búin er til söguþráður og leikmynd þar sem nemendur nota leirkalla, legokalla, playmo eða hvað annað sem þeim dettur í hug sem leikmuni. Teknar eru stafrænar ljósmyndir og leikmunum er breytt mynd frá mynd til þess að ná fram hreyfingu og söguþráð. Nemendur notuðu m.a. Monkey Jam, Movie Maker og Imovie við myndbandagerðina.

Hér er hægt að skoða myndböndin.

Comments