Snorri Sturluson Myndasöguverkefni í forritinu Comik Life um
Snorra Sturluson. Tveir til þrír nemendur unnu saman með einn kafla úr bókinni og sögðu
frá honum í myndum og máli. Hver kafli var prentaður út eins og myndasögublað
fyrir nemendur til eignar. Megin áhersla var lögð á að nemendur gætu gert
útdrátt og komið til skila ásamt að læra skapandi og sjálfstæð vinnubrögð. Þetta
verkefni höfðar mjög vel til nemenda og höfðu þau gaman að því að fá að segja
söguna með sínu lagi og setja sig í spor fólks frá þessum tíma.
Jólasögur Í tilefni þess að jólin ganga senn í garð sömdu nemendur í 6. bekk jólasögur.Sögurnar unnu nemendur á vefnum Storybird.com sem er skemmtilegur vefur hannaður fyrir börn sem vilja búa til og segja sögur eða ljóð. Hugmyndin að baki vefnum er einföld; myndlistafólk býður upp á myndefni sem innskráðir notendur vefsins geta notað til að búa til sögur eða ljóð. Hægt er að hlaða sögunum niður fyrir lítinn pening og prenta út. Vefurinn hentar einkar vel í skólastarfi þar sem nemendur geta tekið þátt í skapandi skrifum með vönduðu myndefni frá ólíkum listamönnum.
Alþjóðlegur dagur gegn einelti
Fimmtudaginn 8. nóvember síðastliðinn var sérstakur baráttudagur gegn einelti. Nemendur í 6. og 7. bekk gerðu af því tilefni veggspjald til þess að hvetja samnemendur til að standa saman gegn einelti. |
Nemendur í 6. bekk fræddust um Norðurlöndin og gerðu í framhaldi flott kynningarmyndbönd í forritinu Photo Story 3 um hvert land. |
|