Fréttir og tilkynningar


Ísland, veröld til að njóta

posted May 28, 2014, 6:59 AM by Unknown user   [ updated Feb 12, 2015, 12:03 PM ]

Nemendur í 5. bekk gerðu fróðlegar og skemmtilegar glærukynningar um Ísland.

Myndasöguverkefni um Snorra Sturluson.

posted May 14, 2014, 2:36 AM by Unknown user   [ updated May 14, 2014, 4:02 AM ]

Verkefnið unnu nemendur í forritinu Comik Life. 
Tveir til þrír nemendur unnu saman með einn kafla úr bókinni og sögðu frá í myndum og máli. Megin áhersla var lögð á að nemendur gætu gert útdrátt og komið honum til skila ásamt að læra skapandi og sjálfstæð vinnubrögð. Þetta verkefni höfðar mjög vel til nemenda og höfðu þau gaman að því að segja söguna með sínu lagi og setja sig í spor fólks frá þessum tíma.
Hér er hægt að skoða verkefni nemenda. 6. SG og 6. SH

Risaeðlur

posted Apr 1, 2014, 5:18 AM by Unknown user   [ updated Apr 1, 2014, 5:23 AM ]

Nemendur í öðrum bekk unnu verkefni um risaeðlur í forritinu Power Point. Þeir fundu myndir á Netinu og skrifuðu texta um fjórar risaeðlutegundir: langháls, grameðlu, kambeðlu og nashyrningseðlu.
Hér er hægt að skoða verkefnin.

Jólasagan mín

posted Dec 9, 2013, 2:10 AM by Unknown user   [ updated Dec 16, 2013, 2:09 AM ]

Nemendur í 3. bekk sömdu jólasögu í upplýsingamennt. 

Sögurnar unnu nemendur með myndasöguforritinu Photo Story 3. Með því geta nemendur búið til myndasögur með myndum, texta, tali og hljóði eða tónlist á mjög einfaldan hátt.

6. bekkur fræðist um Norðurlöndin

posted Oct 15, 2013, 3:31 AM by Unknown user   [ updated Oct 15, 2013, 3:34 AM ]

Nemendur í 6. bekk fræddust um Norðurlöndin og gerðu í framhaldinu flottar kynningar í Prezi. 

Samþætt verkefni í myndmennt og upplýsingamennt

posted Oct 7, 2013, 2:51 PM by Unknown user   [ updated Oct 14, 2013, 6:08 AM ]

Nemendur í 4. bekk komu í heimsókn í tölvustofuna og unnu verkefni í myndmennt tengt franska listmálaranum Cloud Monet. Þeir máluðu einnig mynd hjá Sigríði í myndmennt með sömu tækni og Monet notaði. Verkefnið unnu nemendur í forritinu Paint.NET sem er frítt myndvinnsluforrit.

Sjá verkefni nemenda hér: 4. UÓ 4.EG

Lífsleikni í þriðja, fjórða og fimmta bekk.

posted Sep 19, 2013, 3:39 PM by Unknown user   [ updated Oct 14, 2013, 6:22 AM ]

Nemendur í þriðja, fjórða og fimmta bekk  unnu samþætt verkefni við lífsleikni, ritun og upplýsingamennt. Nemendur veltu fyrir sér hæfileikum sínum og markmiðum og gerðu létta kynningu í Power Point ásamt mynd.
Sjá skjöl hér neðar.

Landnám Íslands

posted Sep 19, 2013, 3:32 PM by Unknown user   [ updated Dec 16, 2013, 2:11 AM ]

Nemendur í 5. bekk settu sig í spor landnámsmanna og gerðu myndasögu í teiknimyndaforritinu Comic Life. Sögurnar verða settar hér inn þegar verkefninu lýkur.


1-10 of 42